sunnudagur, 11. ágúst 2013

Prjónað á Þórunni Erlu

Ég hef mikið verið spurð að því hvort ég sé ekki bara ,,alltaf að prjóna eitthvað á stelpuna mína".. Jújú ég hef prjónað á hana, en kannski ekki alltaf.  Ég hef samt ekki enn náð að klára almennilega einu stóru flíkina sem ég hef prjónað á Þórunni Erlu. Það er lopagallinn! Uppskriftin er upphaflega frá Buffaló Ásu en ég breytti að sjálfsögðu mynstrinu og notaði Sjónabókina til þess. 

Ég gerði dúllustroff á fæturnar en ermarnar eru hvítar. Þið fáið að sjá betri mynd þegar ég hef lokið við fráganginn, vonandi fæ ég nennu í það bráðlega :) 



Fyrsta ,,flíkin" sem ég prjónaði á Þórunni Erlu var Bring it on teppið sem ég dundaði mér við síðasta sumar. Teppið gerði ég úr kambgarni, en uppskriftin segir að maður eigi að nota merino ullarband. 


Úr afgöngum af teppinu gerði ég sokka á Þórunni Erlu. Ég á bókina Sokkaprjón eftir Guðrúnu S. Magnúsdóttur og notaði ég grunnuppskrift af ungbarnasokkum en breytti stroffinu. Aðferðin við að gera svona tvílitað stroff er kennd hér

Smekkurinn sem Þórunn Erla er með á myndinni er heklaður eftir uppskrift frá Tinnu.

Eigið góðan dag elsku vinir!
- Steinunn Birna -

Engin ummæli:

Skrifa ummæli