fimmtudagur, 5. september 2013

Þingborgareinbandið

Ég kíkti í Ullarvinnsluna í Þingborg með mömmu og systrum mínum núna í sumar. Þar er hægt að fá alveg ofboðslega fallegt lopaband sem er sérspunnið og er svo litað af starfsmönnum ullarvinnslunnar. Það er bæði fáanlegt jurtalitað og með kemískum litarefnum. Ég kolféll fyrir jurtalituðu böndunum þeirra og keypti mér þrjá liti. 

Ég get ómögulega munað úr hvaða jurtum böndið voru lituð, en eitthvað rámar mig í að græna bandið sé Lúpína. 




Ég var búin að byrja á stykki og rekja upp mörgum sinnum með þetta garn, ég var aldrei nógu sátt með það sem ég var að gera. En svo var ég alveg komin með nóg af þessu veseni á mér og hélt mig við þetta stykki, sem upphaflega átti að verða skokkur á Þórunni Erlu. 


Eins og sjá má er skokkurinn heldur stuttur (nei, auðvitað mældi ég ekkert!) og er meira eins og bolur á hana :)

En það er bara allt í lagi, hún er svo mikið rófa í þessu - líka gott að eiga ullarbol þegar maður er byrjaður hjá dagmömmu! 

- Steinunn Birna -