föstudagur, 16. ágúst 2013

Gerum hvað sem er!

Þegar prjón og hekl er annars vegar eru því engin takmörk sett hvað er hægt að skapa. Fatnaður, fylgihlutir, húsgögn, dúkkur og dót. Sumir meira að segja sérhæfa sig í að gera skemmtilegar fígúrur eins og Amigúrúmí. Hér er smá innblástur:









Sjálf hef ég ekki reynt við amigúrumi en þetta getur verið mjög skemmtilegt að skoða hvað er hægt að gera margt fallegt. Ég hef þó reynt við óhefðbundið prjón, hef bæði gert mér gólfmottu og púðaver. 


Ég klippti niður gamlar gardínur í strimla og prjónaði með prjónum nr. 15. Hér er hægt að nálgast uppskriftina af mottunni. 


Svo er það púðinn. Ég fékk hugmyndina frá Pickles. Hann er góður bæði sem höfuðpúði og fótaskemill :) 

Eigið góða helgi
- Steinunn Birna - 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli