þriðjudagur, 23. júní 2015

Peysan mín Blíð

Ég er með margt á prjónunum þessa dagana, aðallega að skrifa uppskriftir og þýða á dönsku fyrir íslenska prjónadaga í Kaupmannahöfn næstkomandi september. Ótrúlega spennandi!

Þessi peysa er ein af mörgum sem eru nú á tölvuskjánum og uppskriftin verður tilbúin fljótlega. 

Peysan mín Blíð
 ofur einföld og fljótleg í framkvæmd prjónuð úr einföldum plötulopa. 




Ást & kærleikur

Steinunn Birna


fimmtudagur, 19. mars 2015

Haustboði - Uppskrift!

Já góðir hlutir gerast hægt.. Nú er loksins tilbúin og vonandi algjörlega villulaus uppskrift af peysunni Haustboði. 



Útfærslan var ekki auðveld, þar sem fyrstu umferðirnar eftir sameiningu erma og bols eru prjónaðar með gataprjóni á bol en slétt á ermum. En eftir miklar vangaveltur, fram og til baka hef ég ákveðið að gefa út uppskriftina, í því formi sem hún er. Ég vil því láta vita af því að það er kannski flókið að lesa úr þessu, en enginn vandi að prjóna ;) 

Peysan fæst í fjórum stærðum 68-74 / 80-86 / 92-98 / 100-104

Hægt er að kaupa uppskriftina fyrir litlar 1000 kr á Ravelry (7.50 USD) eða með því að hafa sambandi við mig á netfangið steinunnbirna@gmail.com 

Kærar þakkir til allra þeirra sem hjálpuðu mér við koma þessu í verk, og sérstakar þakkir til prufuprjónaranna minna þeim Brynju Ingadóttur, Jórunni Oddsdóttur og henni Gústu :) 

Takk! 

Ást og friður
Steinunn Birna

föstudagur, 20. febrúar 2015

Ryðrauð - endurnýtt munstur úr Sjónabókinni

Gleður mig að vekja athygli á viðtali við mig hjá Kristínu í Fjárhúsinu

Ég vildi endilega láta fylgja með uppskrift af peysu sem ég hef nýlega lokið við. Hana gerði ég úr einföldum plötulopa á prjóna nr 4. 

Notaði þennan yndislega lit sem heitir ryðrauð samkemba (1426)


Munstrið er endurnýtt úr okkar yndislegu Sjónabók, en þar eru ótal mörg munstur sem voru nýtt til ýmissa hannyrða áður fyrr. Um ræðir íslensk munstur frá 17., 18., og 19. öld sem varðveitt eru á Þjóðminjasafni Íslands og Þjóðminjasafni Dana saman komin í  um 700 blaðsíðna bók. 

Allt efni bókarinnar er til frjálsrar noktunar í hönnun, handverki og kennslu. 


Yndislega Kristín mín Thorlacius sat fyrir á myndunum sem teknar voru við Eyrarbakkafjöru.


Uppskriftin birtist á netsíðu Fjárhússins  



Njótið vel! 



miðvikudagur, 28. janúar 2015

Akvamarín

Einkadóttirin eignaðist nýjan kjól nú á dögunum..

Kjóllinn fékk heitið Akvamarín (e. Aquamarine), líkt og fallegi steinninn. 



Ég notaði yndislega mjúkt garn, Royal Alpakka frá Dale Garn, liturinn heitir Mint nr 5771. Í kjólinn þurfti ég 3 dokkur. 







Fékk töluna í Freistingasjoppunni á Selfossi. Hægt að panta hjá þeim í gegnum Facebook síðuna þeirra. 




Dóttir mín er í st 98 og hann passar bara nokkuð vel á hana. Ég notaði tvenns konar gatamunstur frá Prjónakistunni fékk leyfi til birtingar á þeim. 

Setti inn uppskrift í stærð 98 inn á Ravelry síðuna mína og þar er hægt að sækja hana frítt :)

Verði ykkur að góðu! 

Steinunn Birna