föstudagur, 20. febrúar 2015

Ryðrauð - endurnýtt munstur úr Sjónabókinni

Gleður mig að vekja athygli á viðtali við mig hjá Kristínu í Fjárhúsinu

Ég vildi endilega láta fylgja með uppskrift af peysu sem ég hef nýlega lokið við. Hana gerði ég úr einföldum plötulopa á prjóna nr 4. 

Notaði þennan yndislega lit sem heitir ryðrauð samkemba (1426)


Munstrið er endurnýtt úr okkar yndislegu Sjónabók, en þar eru ótal mörg munstur sem voru nýtt til ýmissa hannyrða áður fyrr. Um ræðir íslensk munstur frá 17., 18., og 19. öld sem varðveitt eru á Þjóðminjasafni Íslands og Þjóðminjasafni Dana saman komin í  um 700 blaðsíðna bók. 

Allt efni bókarinnar er til frjálsrar noktunar í hönnun, handverki og kennslu. 


Yndislega Kristín mín Thorlacius sat fyrir á myndunum sem teknar voru við Eyrarbakkafjöru.


Uppskriftin birtist á netsíðu Fjárhússins  



Njótið vel!