Já loksins kláraði ég peysuna sem er búin að vera í höndunum á mér annað slagið í allt sumar. Gerði þessa forlátu peysu á Finn Þór litla bróður Ingimars. Átti að vera sumarpeysa en verður skólapeysa í staðinn :) Mynstrið fann ég í prjónablaði frá frænku minni, tók mynd af því á símann minn og teiknaði það svo upp á rúðustrikað blað. Get því miður ekki munað hvað blaðið heitir, eitthvað af Ýr prjónablöðunum.
Prjónaði peysuna úr Álafosslopa, varð svo skotin í þessum græna, en gat ekki hugsað mér að gera hann að aðallit! Hann nýtur sín líka mun betur innan um hlutlausa gráa tóna.
Næst á dagskránni er að prjóna eða hekla buddu. Fékk budduumgjörðina í Freistingasjoppunni á Selfossi (Öll með tölu) fyrir aðeins 700-og-eitthvað krónur. Bómullarbandið fékk ég í Bót.is þegar hún var til húsa á Austurveginum á Selfossi. Leyfi ykkur að sjá útkomuna þegar að því kemur ;)
Er með margt á mínum prjónum eins og venjulega. Ég er líka að prjóna á stofuljósið mitt, mun fjalla ítarlega um það þegar að því kemur :) Næst mun ég fjalla um prjónaða heimilisfylgihluti.. fylgist með!
- Steinunn Birna -
Engin ummæli:
Skrifa ummæli