föstudagur, 1. nóvember 2013

Óveðurspeysan - Úrslit

Já nú má fara inn á heimasíðu Ístex og skoða þær peysur sem sendar voru inn í hönnunarsamkeppnina Óveðurspeysan. Margar skemmtilegar peysur af öllum stærðum og gerðum hafa verið prjónaðar fyrir þessa keppni en alveg greinilegt að margir prjónarar hafa verið með svipaðar hugmyndir, sem sagt snjókomu og sauðfé (þar á meðal ég!) :) 


Hér eru peysurnar þrjár sem unnu til verðlauna, frá vinstri: 3. sæti: Vedda. 2. sæti: 20. apríl. 1. sæti Kafla. Eins og sjá má hefur verið lögð gífurleg vinna í þessar peysur og óska ég vinningshöfum til hamingju með árangurinn. 

Hér eru svo nokkrar skemmtilegar peysur frá sýningunni sem haldin var laugardaginn síðast liðinn:


Mjög skemmtileg hönnun, gæti verið seprahestamynstur ef hún væri svört. Takið eftir hvernig ermarnar verða að vettlingum, snjallt.


Öðruvísi en mjög skemmtileg hönnun. 


Varð að hafa þessa með. Margt í gangi og brjálaðir litir! 


Einföld og smart hönnun.


Ein af fjölmörgu kindapeysunum, finnst þessi mjög flott.


Æðisleg barnapeysa. 

Hvet ykkur til að skoða hinar fjölmörgu og fallegu peysur inni á heimasíðu Ístex.

Svo vil ég minna á að kl 20:05 að íslenskum tíma í kvöld hefst bein útsending frá NRK2 þar sem prjónað verður í beinni, og reynt að slá heimsmet. Hér má sjá fyrri umfjöllun mína um þetta. Dagskrárliðurinn heitir Nasjonal strikkekveld, og svo í framhaldi af því Nasjonal strikkenat. 

Eigið frábæra helgi kæru vinir!
- Steinunn Birna - 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli