þriðjudagur, 26. nóvember 2013

Afmælisgjöfin frá langömmu

Betra er seint en aldrei! 

Hún Þórunn Erla mín varð 1 árs fyrir rúmum mánuði síðan. Hún er svo lánsöm að eiga mikla prjóna-langömmu sem býr á Eyrarbakka. Hún færir öllum ömmu- og langömmubörnunum sínum prjónaðar gjafir sem eru svo yndilega fallegar. Þórunn Erla á nú orðið allnokkrar flíkurnar eftir hana, vettlinga, húfur og peysur. Þær hafa sko komið sér vel, sérstaklega hjá dagmömmunni eða þegar við förum út að leika :)

Núna í eins árs afmælisgjöf fékk Þórunn mín þetta yndislega sett af peysu lambhúshettu og vettlingum. 


Mig minnir að mynstið í peysunni sé fengið uppúr einhverju lopablaðinu frá Ístex, en þetta er prjónað úr Smartgarni. Vettlingarnir eru sérstaklega góðir, þar sem stroffið er ekki of þröngt en nær vel upp svo þeir eru bæði mjög hlýir og eru ekki að detta af í tíma og ótíma. 


Aldeilis lukkuleg í afmælisgjöfinni frá langömmu á Eyrarbakka. 


Já, svo varð ég að fara út fyrst við vorum nú að klæða okkur í útifötin. Annað er kom ekki til greina! 

- Steinunn Birna - 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli