sunnudagur, 17. nóvember 2013

Afgangapeysan mín góða

Komið sæl kæru prjónvinir! 

Einn daginn síðastliðið vor fékk ég algjörlega nóg af öllum spottunum og endunum sem ég átti svo allt of mikið af. Ég (og reyndar mamma líka) átti fullan höldupoka af léttlopa afgöngum. Mig langaði að sjálfsögðu að gera eitthvað skemmtilegt úr þeim og datt í hug að hekla mér peysu. 



Úr varð að ég byrjaði á því að hekla heilmargar loftlykkjur (taldi ekki hvað margar), heklaði svo stuðla fram og til baka þar til spottinn kláraðist. Þá tók næsti litur við og svo koll af kolli. Sumar dokkurnar voru þó full stórar svo ég klippti á spottann stundum án þess að klára litinn, en tók þá þráðinn upp seinna meir. 



Þegar báðar ermar og búkur voru til sameinaði ég allt saman, heklaði fram og til baka berustykkið og tók úr í hverri umferð með því að hoppa yfir eina lykkju. 




Þegar leið á peysunna fór ég að verða upppiskroppa með liti, svo ég tók smá af hvíta litnum og litaði hann. Fékk neongrænan, ljósbláan og skærgulan þar. 




Þar sem búkurinn var heklaður fram og til baka, fannst mér réttast að gera það líka með ermarnar, annars kæmi önnur áferð á þær ef ég hefði heklað þær í hring. 



Lauk svo peysunni með bleikalitnum sem setti punktinn yfir I-ið :)


Einfaldara gæti þetta ekki verið!


Kveðja
- Steinunn Birna - 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli