sunnudagur, 13. október 2013

Prjónað í beinni

Það verður gaman að fylgjast með norska ríkissjónvarpinu NRK föstudaginn 1. nóvember næstkomandi. Þá verður prjónuð peysa í beinni útsetningu. Fylgst verður með verkun ullarinnar allt frá því að hún er rýjuð af kindinni, kembd og svo loks spunnið band. Markmiðið er að bæta tímamet á heimsmælikvarða, en metið er 4 klst og 51 mín. og var það gert í Ástralíu.

Sjónvarpsefni af þessu tagi er nýtt á nálinni hjá NRK. Það hefur verið sýnt beint frá ýmsum atburðum, eins og frá snekkju einni þar sem allan sólarhringinn var sýnt beint frá snekkjunni, þó ekkert væri í raun sérstakt í gangi. Þetta er mótsvar við sjónvarpsefni nútímans þar sem allt snýst um að fanga athygli áhorfandans á örfáum sekúndum og með skírskotun í fastfood/slowfood umræðuna kallast þetta slowTV. 

Hér má sjá link inn á umfjöllun um þetta á heimasíðu NRK

Engin ummæli:

Skrifa ummæli