þriðjudagur, 2. desember 2014

Sjálfboðaliðar óskast!

Komið sæl 

Nú í haust prjónaði ég þessa yndislegu peysu á yndislegu dóttur mína. 

Ég er gjörsamlega ástfangin af litnum sem ég notaði en það er léttlopi nr. 0086 frá Ístex og heitir því skemmtilega nafni ljósljósmórauður

Uppskriftin mun koma í sölu von bráðar og leita ég því eftir áhugasömum og fljótprjónandi sjálfboðaliðum til villuprófa uppskriftina fyrir mig. Þeir myndu fá uppskriftina að sjálfsögðu fría að launum :)

Einnig leita ég að tillögum að nafni fyrir peysuna :) 

Áhugasamir sendið mér póst á steinunnbirna@gmail.com. 


Hér eru myndir af gullinu mínu í peysunni sem teknar voru í Reykjaréttum síðastliðinn september: 




Ástar þakkir!

Steinunn Birna

3 ummæli:

  1. Ég er til ef uppskriftin kemur í stærð 5 ára tomdis@simnet.is

    SvaraEyða
  2. Er hægt að kaupa þessa uppskrift hjá þér?? Hún er ÆÐI!

    SvaraEyða
  3. Sæl Steinunn.
    Mikið langar mig í þessa uppskrift, er kolfallin fyrir þessari fallegu peysu (ekki skemmir módelið fyrir nema síður sé).
    Bestu kveðjur,
    Helena Hermundardóttir

    SvaraEyða