sunnudagur, 14. desember 2014

Hlý og notaleg peysa

Nú í kuldanum veitir ekki af því að eiga eina unaðslega notalega og hlýja peysu. Mig vantaði einmitt eina slíka núna fyrir veturinn og leitaði eftir góðum hugmyndum á Pinterest. Þar fann ég eina sæta uppskrift sem er hægt að sækja ókeypis á Ravelry.  


Ég gjörsamlega elska þessa peysu.. Heklaði hana með nál nr 6,5 og notaði einfaldan plötulopa og mohair saman. Yndislega mjúk og hlý..


Ég gerði smávægilegar breytingar á upprunalegu uppskriftinni: 

Þegar komið er að því að hekla bolinn (peysan er hekluð ofan frá og niður) gerði ég útaukningu eftir 3 umferðir. Í staðinn fyrir 4 st bætti ég við þannig það væru alltaf gerðir 5. 



Breytti líka ermunum, þær áttu að vera heklaðar beinar alla leið niður en ég ákvað að það væri flottara að hafa smá þrengingu neðst. Eftir 14 umferðir eins og uppskriftin segir fækkaði ég um 1 stuðull í hverri umferð næstu 8 umferðir. 




Þessi peysa er mjög fljótgerð og skemmtileg í framkvæmd,  hér er smá umfjöllun um hana á Ravelry síðunni minni :) 


Eigið yndislega daga yfir hátíðarnar! 

Steinunn Birna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli