sunnudagur, 9. nóvember 2014

Frozen peysan


Góðan daginn kæru prjónarar

Fyrir rúmu ári síðan (september 2013) þá lauk ég við að prjóna eina afar skemmtilega peysu. Tilefnið var hönnunarsamkeppni á vegum  „Gengið til fjár“ í samvinnu við Ístex og Landssamtök Sauðfjárbænda. Þemað var sauðkindinn og íslenskt óveður, til minningar um mikið óveður sem geysaði haustið 2012, þar sem kindur voru grafnar upp úr fönninni eftir langan bið.

Peysan fékk nafnið Bylur, en mér fannst það passa einkar vel við – enda samanstendur mynstrið af mörgum snjókornum, eða frostrósum.

Í ágúst síðastliðnum (2014) kom út prjónablaðið ÓVEÐUR frá Ístex með yfir 30 uppskriftum af peysum sem höfðu verið sendar inn í keppnina. Þar á meðal mín peysa, Bylur.





Stuttu eftir að blaðið kom út frétti ég af því inni á facebook-hópnum „Handóðir prjónarar“að peysan mín væri kölluð „Frozen peysan“.  Mér fannst það mjög skemmtilegt, enda passar hún afar vel inn í þemað í Frozen, eða Frosinn eins og Disneymyndin heitir á íslensku.

Mikil eftirspurn var eftir uppskrift af peysunni svo ég hóf að selja uppskriftina staka á pdf-formi. En þá var peysan aðeins til í stærðum fyrir 2-6 ára. Vegna mikillar eftirspurnar ákvað ég því að bæta við stækkun á uppskriftinni,  svo nú er hún einnig til í stærðum fyrir 7-10 ára.

Peysan er til sölu á Ravelry síðunni minni og kostar þar 4.50 USD. Ég hef einnig boðið uppá að kaupa peysuna beint af mér, fyrir þá sem hafa ekki kreditkort eða eru ekki innskráðir á síðuna. Þá er best að hafa samband á steinunnbirna@gmail.com.




Ég hef virkilega gaman af því að sjá hinar ýmsu útfærslur af peysunni, en sérstaklega er verið að taka snjókornamynstrið og nota það t.d. í kjóla.

Hér eru peysur frá Hrönn Theódórsdóttur sem hún prjónaði á ömmustelpurnar sínar, ótrúlega fallegar! 

Hér er kjóll eftir Guðbjörgu Pálsdóttur sem er einnig virkilega fallegur







4 ummæli:

  1. Ég legg til að hún heiti "Yndisfríð". Ég heillaðist af þessari uppskrift um leið og ég sá hana og ekki er verra hvað litla stúlkan er falleg líka. Þetta er bara yndi og þess vegna skal hún heita Yndisfríð.
    Ég hef ákveðið að eignast þessa uppskrift og prjóna eftir henni um leið og hún verður til.
    Bestu kveðjur
    Þórdís Richter

    SvaraEyða
  2. Þessi ummæli voru við seinni peysuna, en eitthvað fór úrskeiðis hjá mér.

    SvaraEyða
  3. Hi I am from Ireland and saw your Doily Type wall hanging on Images and you had pinned then I looked through your blog I love your items and your childrens jumper and cardigan are so classy Well done
    Carmel (Cork Ireland)

    SvaraEyða
  4. Just saved it in Ravelry http://www.ravelry.com/patterns/library/frozen-sweater again thx u

    SvaraEyða