þriðjudagur, 1. október 2013

Tuskuleg

Mér finnst gaman að eiga prjónaða hluti með mismunandi notagildi. Hvort sem það eru púðar, mottur eða jú tuskur. Þegar tuskur eru prjónaðar eða heklaðar er langbest að nota bómullargarn vegna þess að það heldur sér vel og má þvo almennilega í þvottavél. 

Ég ætlaði mér að vera rosalega dugleg að hekla slefsmekki handa Þórunni Erlu þegar hún fæddist og keypti því nokkrar dokkur af bómullargarni í Söstrene Grene. Það varð nú eitthvað lítið úr smekkjagerðinni svo ég henti mér útí  tuskurnar í staðinn. Það er hægt að leika sér svo endalaust að gera tuskur og ég er rétt að byrja! 


Gula, bleika og græna tuskan er prjónuð með garðaprjóni. Byrjaði á að nota gulan og bleikan og gerði langan renning. Tók svo upp lykkjurnar á annarri hliðinni og bætti grænum þar við. Sú bláa er prjónuð með klukkuprjóni.

Hér er ágætis kennslumyndband sem sýnir hvernig klukkuprjón er prjónað, svona fyrir þá sem ekki kunna eða þurfa að rifja upp :)




Tuskur má ekki síður hekla ef vill, smá innblástur:





Happy knitting!
- Steinunn Birna - 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli