Birti umfjöllun og myndir af yndislegu peysunni minni hér fyrr í vikunni.
Hef verið í peysunni minni nánast allan desember og hafði lofað samstarfskonu minni að þýða uppskriftina yfir á íslensku svo hún gæti gert sér svona kósípeysu líka ;)
Nú hef ég staðið við stóru orðin! Hér kemur þýðingin. Upprunalega uppskriftin er frá breska blogginu Without Seams
Ég notaði einfaldan plötulopa og mohair, nál nr 6,5 og gerði minnstu stærðina.
Ég notaði einfaldan plötulopa og mohair, nál nr 6,5 og gerði minnstu stærðina.
Skammstafanir:
LL = loftlykkja
HST = hálfstuðull
ST = stuðull
L = lykkja (stitch)
LLgat = Loftlykkjugat
Peysan er hekluð ofan frá og niður. Fyrst er heklað axlastykki, svo eru lykkjur fyrir ermar teknar frá og haldið áfram að hekla niður bol. Ermar eru heklaðar fram og til baka og saumaðar saman að endingu.
Gerið 47 (50, 62, 68) loftlykkjur
Axlarstykki:
Umferð 1:
Gerið HST í 3ju L frá heklunál, hoppa yfir 1 L, *HST í næstu L, 2 LL, HST
í næstu L, hoppa yfir 1 L, endurtakið frá * að síðustu L, 2 HST í síðustu L.
=> 60 (64, 80, 88) L.
Umferð 2: 3 LL, 2 ST í fyrstu L, hoppa yfir 1 L, *(2
ST, 2 LL, 2 ST) í hvert LLgat, hoppa yfir 2 L. Endurtakið að síðasta LLgati, (2
ST, 2 LL, 2 ST) í síðasta LLgat, hoppa yfir 1 L, 1 ST í síðustu L , 2 ST í
síðasta LLgat (e. top of turning chain). => 90 (96, 120, 132) L.
Umferð 3: 3 LL, 2 ST í fyrstu L, 1 ST í næstu L,
hopps yfir 2 L, *1 ST í næstu L, (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LLgat, 1 ST í næstu
L, hoppa yfir 2 L, endurtakið frá * að síðustu L, 2 ST í næstu L, 2 ST í
síðasta LLgat. => 120 (128, 160, 176) L.
Umferð 4: 3 LL, 2 ST í fyrstu L, 1 ST í næstu L, hoppa yfir 2 L, *1 ST í næstu
2 L, (2 ST, 2 LL, 2 ST) í LLgat, 1 ST í næstu 2 L, hoppa yfir 2 L, endurtakið
frá *þar til 2 L eru eftir, 1 ST í næstu L, 2 ST í næstu L, 2 ST í síðasta LLgat.
=> 150 (160, 200, 220) L.
Umferð 5: 3 LL, 1 ST í fyrstu L, 1 ST í næstu 3 L,
hoppa yfir 2 L, * 1 ST í næstu 3 L, (1 ST, 2 LL, 1 ST) í LLgat, 1 ST í næstu 3
L, hoppa yfir 2 L, endurtakið frá * þar til 3 L eru eftir, 1 ST í næstu 3 L, 2 ST
í síðasta LLgat. => 150(160, 200, 220) L.
5. umferð er endurtekin þar til axlarstykki hefur náð
ákjósanlegri stærð. Hægt er að máta við sig til þess að átta sig á stærðinni.
Að skipta axlarstykki
upp í ermar og bol:
Setjið 1. merki eftir 20 (25, 30, 35) L, 2. merki eftir 50
(55, 70, 75) L ,3. merki eftir 100 (105 , 130, 145) L og 4. merki eftir 130
(135, 170, 185).
Þá er búið að skipta axlarstykki upp í fyrra framstykki,
fyrri ermi, bak, seinni ermi og seinna framstykki.
Gerið loftlykkur við
handveg:
Með nýjum spotta af bandinu sem er notað, gerið keðjulykkju ofan í lykkju við 1. lykkjumerki, 10 LL, sameinið með keðjulykkju við 2. lykkjumerki. Slítið
frá og gerið keðjulykkju við 3. lykkjumerki, 10 LL, sameinið með keðjulykkju
við 4. lykkjumerki. Slítið frá bandið.
Loftlykkjurnar 10 samanstanda af einni endurtekningu af munstri við handveg.
Loftlykkjurnar 10 samanstanda af einni endurtekningu af munstri við handveg.
Bolur:
Haldið áfram með sama band og áður. Endurtakið umferð 5:
Fyrra framstykki, sleppið fyrri ermi og
heklið munstrið í 10 LL við handveg (líkt og hver LL væri L frá umferðinni á
undan), heklið bak, sleppið seinni ermi og heklið munstrið í 10 LL við handveg
(líkt og hver LL væri L úr umferðinni á undan) og heklið seinna framstykki.
Endurtakið munstur með því að hekla fram og tilbaka þar til
ákjósanleg lengd á bol hefur náðst.
ATH! Hér gerði ég
breytingu:
Heklaði 3 umferðir af 5. umferð. Næsta umferð varð svona:
Umferð 5: 3 LL, 1 ST í fyrstu L, 1 ST í næstu 3 L,
hoppa yfir 2 L, * 1 ST í næstu 3 L, (2
ST, 2 LL, 2 ST) í LLgat, 1 ST í næstu 3 L, hoppa yfir 2 L, endurtakið frá *
þar til 3 L eru eftir, 1 ST í næstu 3 L, 2 ST í síðasta LLgat. (Afsakið, taldi ekki
hvað ég endaði með margar lykkjur)
Endurtók svo þessa umferð þar eftir:
3 LL, 1 ST í fyrstu L, 1 ST í næstu 3 L, hoppa
yfir 2 L, * 1 ST í næstu 4 L, (1 ST,
2 LL, 1 ST) í LLgat, 1 ST í næstu 4 L,
hoppa yfir 2 L, endurtakið frá * þar til 3 L eru eftir, 1 ST í næstu 3 L, 2 ST
í síðasta LLgat.
Semsagt jók um 2 ST í hverri endurtekningu en lét jaðrana
halda sér. Það má auðvitað gera aukninguna þar líka, bara smekksatriði.
Ermar:
Setjið nálina niður í 7. (6., 7., 6.) L í neðri hluta
ermanna, 3 LL (gildir sem 1 ST) og heklið munstur úr 5. umferð gegnum ermi. Í
lok umferðar, sameinið með keðjulykkju og snúið við. Endurtakið þar til ermar
hafa náð ákjósanlegri lengd.
ATH!
Mér fannst þetta frekar torskiljanlegt. En passaði mig á byrja bara við miðju á neðri hluta hringsins og hekla svo í þá átt sem myndi passa við axlarstykki, s.s. hvort umferðin í axlarstykkinu sneri á röngu eða réttu, svo að áferðin yrði áfram eins.
Breyting –> Ég
heklaði svona þar til ég var búin með 14 umferðir. Þá fækkaði ég um 1 ST í lok
hverrar umferðar þar til ég var búin fækka um 8 L. Heklaði svo þar til ermin
var orðin nægilega löng eftir það.
Það kemur hvergi fram í ensku útgáfunni að það eigi að sauma
saman ermarnar en ég býst fastlega við því að það þurfi að gera fyrst þær eiga
vera heklaðar fram og til baka.
Heklaður kantur: (ég
sleppti honum)
Byrjið neðst við fyrra framstykki og gerið 2 fastalykkju í
hverja umferð meðfram kantinum, 1 ST í hverja L við hálsmál (3 L í hornin) og 2
fastalykkjur í hverja umferð niður seinna framstykki. Endurtakið að vild og
bætið við hnappagötum ef vill (2-3 LL)
Gangið frá endum og þvoið varlega í höndum.
Njótið vel!
Steinunn Birna