Óvenju dugleg að blogga núna.. er sko að skrifa ritgerð og læra undir próf!
En hér er einn ungur herramaður sem ég elska endalaust mikið! Henning Darri systursonur minn og guðsonur.
Hann fékk þessa dýrindis peysu frá frænku sinni núna um daginn. Uppskriftina af henni má finna í Stóru Prjónabókinni. Ég prjónaði hana úr kambgarni, en notaði svo ýmsa afganga í berustykkið. Þetta er ofur einföld peysa sem ALLIR geta prjónað!
Ég fór reyndar ekki alveg 100% eftir uppskriftinni. Það er svo kölluð laska úrtaka á berustykkinu, þar átti að gera lykkjurnar á milli alltaf sléttar en ég gerði þær með garðaprjóni eins og öll peysan er prjónuð.
Fékk þessar fínu trétölur í Freistingasjoppunni.
En ég kann líka að hekla. Heklaði þessa krúttlegu Converse fyrir Henning Darra líka. Hér er uppskrift af skónum.
Ætli ég verði ekki að fara læra núna...
- Steinunn Birna -