föstudagur, 6. desember 2013

Gróft hálsmen

Ég fann í Litir og Föndur á Skólavörðustíg fyrir jólin í fyrra rosalega skemmtilegt gróft teygju garn sem ég bara varð að eignast. Heklaði úr því eina jólagjöf í fyrra en á því miður ekki mynd af henni en það var svona stór dúlla í anda þessara hér: 



En nú hef ég loks gert eitthvað meira úr garninu, úr varð hálsmen:






Uppskriftin er afar einföld: 

Ég notaði prjóna nr 15, heklunál nr 7 (minnir mig, má alveg vera stærri) og gróft teygjugarn. 

Fitja upp á 13-14 lykkjur og fyrsta umferðin er þannig að allar lykkjurnar eru felldar af. Svo heklaði ég nógu margar loftlykkjur og tengdi saman. Gangið frá endum með því að vefja þeim inn þar sem þeir sjást ekki og jafnvel sauma með svörtum tvinna til að tryggja að hann fari ekkert á flakk :)


Megið eiga góða helgi í kuldanum!
- Steinunn Birna -